Fréttir

Æfingar hefjast!

Æfingar hefjast á ný!

Sæluvika

Kæru Heimisvinir

 Um þessar mundir er Sæluvika okkar Skagfirðinga, að þessu sinni verður hún að miklu leyti rafræn, sjá nánar á www.saeluvika.isþar má finna fjöldann allan af áhugaverðum viðburðum.

 Framlag okkar Heimismanna til Sæluvikunnar að þessu sinni er myndin Heimir til Vesturheims eftir Svein Sveinsson í Plúsfilm.  Í myndinni segir frá ferð okkar Heimismanna til Kanada árið 2017, sem var einkar vel heppnuð og skemmtileg.

Við mælum með því að fólk komi sér vel fyrir, best er að opna myndina í sjónvarpi eða stórum tölvuskjá, helst með góðu hljóðkerfi eða með almennilegum heyrnartólum – ekki verra að fá sér góðan kaffibolla eða jafnvel að blanda sér drykk að eigin vali í glas, halla sér aftur og njóta myndarinnar.

 Myndina má nálgast á þessari slóð: https://plusfilm.is/saeluvika2021/

 Við Heimismenn óskum ykkur öllum gleðilegrar Sæluviku og hvetjum ykkur til að njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða.

Jólakveðja

Ágætu velunnarar Karlakórsins Heimis

Eiginlegt starf kórsins hefur nú legið niðri að mestu leyti síðan í mars sl., hvort sem um er að ræða æfingar eða tónleikahald. Um orsakir þessa þarf ekki að fjölyrða. Það er einnig orðið ljóst að við Heimismenn munum ekki halda hefðbundna áramóta/þrettándatónleika í Miðgarði að þessu sinni, og ekki verður heldur sungið í Skagfirðingabúð fyrir jólin – og ekki heldur á Dvalarheimilinu á Króknum, en stundirnar sem við höfum átt með heimilisfólki þar fyrir jól í gegnum tíðina eru okkur einkar kærar.

Við vonum þó að úr fari að rætast, og að kórinn geti hafið æfingar sem fyrst á nýju ári, og að forsvaranlegt verði að halda tónleika þegar líður að vori. Þangað til er m.a. hægt að stytta sér stundir við að hlusta á það sem kórinn hefur gefið út í gegnum tíðina, hluti af því aðgengilegur á tónlistarveitunni Spotify. Hluta af því efni má einnig nálgast á www.youtube.com, til dæmis lagið hér að neðan – þetta er Karlakórinn Heimir að flytja ; Það aldin er út er sprungið, sálmalag frá 15 öld, ljóð; Mattías Jochumsson. Með þessu lagi sendum við Heimismenn bestu jólakveðjur til ykkar allra, með þökk fyrir gamalt og gott, og horfum bjartsýnir til næsta árs og næstu ára.

Atli Gunnar Arnórsson, formaður

Það aldin er út er sprungið

Tónleikar í Langholtskirkju

Fyrirhuguðum tónleikum, föstudaginn 13. mars, verður frestað sökum óviðráðanlegra aðstæðna.

Tónleikar í Laugaborg í Eyjafirði

Tónleikar á Blönduós - ATH! leiðrétt dagsetning.

Áramóta tónleikar

Einnig eru miðar til sölu í KS Hofsós.

Áramóta tónleikar miðasala

Áramóta tónleikar

Subscribe to RSS - Fréttir