Vestur um haf í Hörpu 25. mars

Tónleikar í Höfðaborg og Hólaneskirkju eru að baki og næst verður komið við í höfuðstaðnum áður en flogið verður til Vesturheims í apríl og Íslendingaslóðir í vesturhluta Kanada heimsóttar með fríðu föruneyti.
Áheyrendur létu vel af flutningnum og er ekki ónýtt fyrir kórmenn að hafa það með sér í vegarnesti.

Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur Hátíðardagskrá tileinkaðri Vesturförum og afkomendum þeirra í Hörpu þann 25. mars næstkomandi og hlökkum til að sjá sem flesta þar.  Sjá hér:  Vestur um haf

deild: