Afmælishátíð

Eftir ljómandi góða ferð á höfuðborgarsvæðið er næst á dagskránni hjá okkur afmælishátíð kórsins.

Eins og áður hefur komið fram þá varð kórinn níræður þann 28. desember síðastliðinn. Stofnaður á samkomu í Húsey í Vallhólmi 28. desember 1927. Ætlunin er að hald upp á þau tímamót með afmælisfagnaði í Menningarhúsinu Miðgarði þann 15. apríl næstkomandi.

Í tengslum við afmælið erum við þessa daganna að vinna að því að gefa út geisladisk með lögum frá tónleikum okkar í Reykholti og Hörpu síðustu ár.

deild: